Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 13:04 Leifur Garðarsson hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í tæpa tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en Árdís segir í samtali við fréttastofu að Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri muni áfram sinna starfi skólastjóra, til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri verður ráðinn. Aðspurð hvort ákvörðun Leifs kæmi í kjölfar funda eða viðræðna við Hafnarfjarðarbæ sagðist Árdís ekki þekkja það og taldi best að Leifur svaraði því. Leifur fór í ótímabundið veikindaleyfi í febrúar eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Þá sagði fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar Vísi að verið væri að skoða heildarmynd málsins en bærinn hefði fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum vegna málsins.. Rúmt ár er síðan Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Formaður sambandsins sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar 2020 en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Ekki var þó greint frá því að honum hefði verið vikið frá dómarastörfum fyrr en ári síðar. Lítið hafði verið um keppni í íþróttinni yfir árið vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá málinu en Árdís segir í samtali við fréttastofu að Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri muni áfram sinna starfi skólastjóra, til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri verður ráðinn. Aðspurð hvort ákvörðun Leifs kæmi í kjölfar funda eða viðræðna við Hafnarfjarðarbæ sagðist Árdís ekki þekkja það og taldi best að Leifur svaraði því. Leifur fór í ótímabundið veikindaleyfi í febrúar eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Þá sagði fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar Vísi að verið væri að skoða heildarmynd málsins en bærinn hefði fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum vegna málsins.. Rúmt ár er síðan Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Formaður sambandsins sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar 2020 en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Ekki var þó greint frá því að honum hefði verið vikið frá dómarastörfum fyrr en ári síðar. Lítið hafði verið um keppni í íþróttinni yfir árið vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. 7. febrúar 2021 10:00
„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26