Boogie fær nýtt tækifæri í borg englanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 09:00 DeMarcus Cousins hefur samið við Los Angeles Clippers til skamms tíma. Carmen Mandato/Getty Images Miðherjinn DeMarcus „Boogie“ Cousins skrifaði í gær undir tíu daga samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni. Cousins hefur ekki spilað síðan í febrúar er Houston Rockets losaði hann undan samningi. Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira