Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:23 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Tímamót Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Tímamót Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira