Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 23:33 Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Vísir/Getty Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip. Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip.
Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent