3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 15:09 Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Og vonandi aftur 22. maí. Baldur Kristjánsson Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar. Líkt og kunnugt er stendur til að halda keppnina í ár og nú liggur fyrir að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir í persónu. Það þýðir að aðeins verður hægt að nýta helming tónleikahallarinnar og þá verður gerð krafa um að áhorfendur sýni fram á neikvætt covid-19 próf áður en þeim verður hleypt inn að því er fram kemur í frétt BBC. Eins og frægt er orðið eru það Daði Freyr og Gagnamagnið sem munu flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí. Skipuleggjendur keppninnar fagna ákvörðuninni og segja að nú verði skoðað hvernig hægt verði að útfæra viðburðinn með tilliti til þessa. Nánar verði greint frá því á næstu vikum hvernig hægt verði að leyfa áhorfendum með öruggum hætti að sækja Ahoy-tónleikahöllina til að fylgjast með viðburðinum, ef aðstæður leyfi. Öryggi og heilsa þeirra sem sæki keppnina verði áfram í „algjörum forgrunni“ og að allir keppendur og sendinefndir landanna sem taka þátt þurfi að fylgja ströngum reglum. Strangar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Hollandi en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í síðustu viku að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur, eða þar til undir lok aprílmánaðar. Holland Eurovision Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Líkt og kunnugt er stendur til að halda keppnina í ár og nú liggur fyrir að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir í persónu. Það þýðir að aðeins verður hægt að nýta helming tónleikahallarinnar og þá verður gerð krafa um að áhorfendur sýni fram á neikvætt covid-19 próf áður en þeim verður hleypt inn að því er fram kemur í frétt BBC. Eins og frægt er orðið eru það Daði Freyr og Gagnamagnið sem munu flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí. Skipuleggjendur keppninnar fagna ákvörðuninni og segja að nú verði skoðað hvernig hægt verði að útfæra viðburðinn með tilliti til þessa. Nánar verði greint frá því á næstu vikum hvernig hægt verði að leyfa áhorfendum með öruggum hætti að sækja Ahoy-tónleikahöllina til að fylgjast með viðburðinum, ef aðstæður leyfi. Öryggi og heilsa þeirra sem sæki keppnina verði áfram í „algjörum forgrunni“ og að allir keppendur og sendinefndir landanna sem taka þátt þurfi að fylgja ströngum reglum. Strangar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Hollandi en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í síðustu viku að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur, eða þar til undir lok aprílmánaðar.
Holland Eurovision Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira