Nýjasti leikmaður Lakers fór meiddur af velli eftir að tánöglin rifnaði af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 14:15 Andre Drummond í baráttunni gegn Giannis Antetokounmpo í nótt. Kevork Djansezian/Getty Images Fyrsti leikur Andre Drummond fyrir Los Angeles Lakers endaði vægast sagt illa. Lakers tapaði 112-97 fyrir Milwaukee Bucks og Drummond lék ekkert í síðari hálfleik vegna meiðsla. Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira