Nýjasti leikmaður Lakers fór meiddur af velli eftir að tánöglin rifnaði af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 14:15 Andre Drummond í baráttunni gegn Giannis Antetokounmpo í nótt. Kevork Djansezian/Getty Images Fyrsti leikur Andre Drummond fyrir Los Angeles Lakers endaði vægast sagt illa. Lakers tapaði 112-97 fyrir Milwaukee Bucks og Drummond lék ekkert í síðari hálfleik vegna meiðsla. Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður. Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður.
Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum