Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 23:14 Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Vísir/EPA Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira