Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 17:56 Mynd af vef Grindavíkurbæjar af röðinni á Suðurstrandarvegi. Grindavíkurbær Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira