Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 08:01 Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Guide to Iceland Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Trésmíðaverkstæðið kvaðst hafa staðið við allar sínar skuldbindingar á meðan Ingólfur vildi meina að fyrirtækið hafi reynt að hlunnfara sig. Dómarinn sagði málavexti Ingólfs ekki eiga við nein rök að styðjast. Málavextir eru þeir að Ingólfur samdi við trésmíðaverkstæðið um nýjar baðinnréttingar skömmu eftir að hann festi kaup á hinu þekkta glæsihýsi við Fjölnisveg árið 2018. Ágreiningurinn snerist um tvo reikninga sem Sérsmíði gaf út sem hljóðuðu upp á 206 þúsund krónur og 476 þúsund krónur, eða samtals 681 þúsund krónur, sem Ingólfur hafði neitað að greiða en þess í stað farið fram á endurgreiðslu á innborgun sinni þar sem hann hafði ekki fengið innréttinguna afhenta. Trésmiðaverkstæðið bar því hins vegar við að innréttingin hafi verið til reiðu frá því að greiðslan hafi verið innt af hendi – en að aldrei hafi verið samið um afhendingu eða uppsetningu hennar. Ósannað með öllu að varan hafi ekki verið afhent Dómurinn var ósammála öllum málatilbúnaði Ingólfs og sagði hann ekki eiga við nein rök að styðjast. „Ósannað er með öllu, og reyndar engum gögnum stutt, að stefnandi hafi ekki afhent allt það efni sem stefndi hafi greitt fyrir,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Dómurinn telur að ekki verði annað ráðið en að stefnda [Ingólfi] hafi mátt vera kunnugt um að innréttingin hefði verið til reiðu á starfsstöð stefnanda [Sérsmíði]um langa hríð, ágreiningslaust er að hann er búinn að greiða fyrir hana og engin ástæða hafi verið fyrir hann að ætla annað en að hana gæti hann fengið afhenda á starfsstöð stefnanda eins og upphaflega var samið um,“ segir enn fremur. Ingólfi var gert að greiða reikningana tvo að fullu en til viðbótar lagðist á málskostnaður upp á 725 þúsund krónur. Heildargreiðsla var því um 1,4 milljónir króna. Glæsihýsið við Fjölnisveg 11 er eitt þekktasta hús borgarinnar. Skúli Mogensen átti það um tíma áður en hann seldi athafnamanninum Boga Pálssyni það. Guðmundur í Brim keypti það í framhaldinu og seldi síðan Hannesi Smárasyni það. Ingólfur Shahin keypti húsið í ágúst 2018. Ingólfur stofnaði bókunarfyrirtækið Guide to Iceland árið 2012 en fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07 Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Trésmíðaverkstæðið kvaðst hafa staðið við allar sínar skuldbindingar á meðan Ingólfur vildi meina að fyrirtækið hafi reynt að hlunnfara sig. Dómarinn sagði málavexti Ingólfs ekki eiga við nein rök að styðjast. Málavextir eru þeir að Ingólfur samdi við trésmíðaverkstæðið um nýjar baðinnréttingar skömmu eftir að hann festi kaup á hinu þekkta glæsihýsi við Fjölnisveg árið 2018. Ágreiningurinn snerist um tvo reikninga sem Sérsmíði gaf út sem hljóðuðu upp á 206 þúsund krónur og 476 þúsund krónur, eða samtals 681 þúsund krónur, sem Ingólfur hafði neitað að greiða en þess í stað farið fram á endurgreiðslu á innborgun sinni þar sem hann hafði ekki fengið innréttinguna afhenta. Trésmiðaverkstæðið bar því hins vegar við að innréttingin hafi verið til reiðu frá því að greiðslan hafi verið innt af hendi – en að aldrei hafi verið samið um afhendingu eða uppsetningu hennar. Ósannað með öllu að varan hafi ekki verið afhent Dómurinn var ósammála öllum málatilbúnaði Ingólfs og sagði hann ekki eiga við nein rök að styðjast. „Ósannað er með öllu, og reyndar engum gögnum stutt, að stefnandi hafi ekki afhent allt það efni sem stefndi hafi greitt fyrir,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Dómurinn telur að ekki verði annað ráðið en að stefnda [Ingólfi] hafi mátt vera kunnugt um að innréttingin hefði verið til reiðu á starfsstöð stefnanda [Sérsmíði]um langa hríð, ágreiningslaust er að hann er búinn að greiða fyrir hana og engin ástæða hafi verið fyrir hann að ætla annað en að hana gæti hann fengið afhenda á starfsstöð stefnanda eins og upphaflega var samið um,“ segir enn fremur. Ingólfi var gert að greiða reikningana tvo að fullu en til viðbótar lagðist á málskostnaður upp á 725 þúsund krónur. Heildargreiðsla var því um 1,4 milljónir króna. Glæsihýsið við Fjölnisveg 11 er eitt þekktasta hús borgarinnar. Skúli Mogensen átti það um tíma áður en hann seldi athafnamanninum Boga Pálssyni það. Guðmundur í Brim keypti það í framhaldinu og seldi síðan Hannesi Smárasyni það. Ingólfur Shahin keypti húsið í ágúst 2018. Ingólfur stofnaði bókunarfyrirtækið Guide to Iceland árið 2012 en fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar hér á landi.
Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07 Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. 14. október 2019 12:07
Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00