„Við munum lenda í vandræðum á eftir“ Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 13:33 Áhugi landsmanna á eldgosinu er mikill og hafa því iðulega langar bílaraðir myndast á Suðurstrandarvegi þar sem margir þurfa að leggja. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun. „Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
„Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30