Frá þessu er greint á vef sænska ríkissjónvarpsins.
Nafnið var tilkynnt á ríkisstjórnarfundi skömmu eftir fæðinguna, en sökum kórónuveirufaraldursins var aðeins Karl Gústaf konungur, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fáir aðrir ráðherrar viðstaddir.
Julian kom í heiminn á föstudag klukkan 11:19 að sænskum tíma en hjónin tilkynntu óléttuna í desember síðastliðnum. Greindust þau bæði með kórónuveiruna á meðgöngunni.
Julian er áttunda barnabarn Karls Gústafs og Silvíu drottningar og er sjöundi í röðinni að krúnunni. Fyrir áttu Sofía og Karl Filippus synina Alexander, fjögurra ára, og Gabríel sem er þriggja ára.