Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:48 Sharon Osbourne og Piers Morgan eru gamlir vinir. Vísir/Getty/Epa Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54
Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03