Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:42 Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. „Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra. Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira