Kærur hafa verið sendar út vegna náttúruspjalla við gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:47 Miklir slóðar hafa myndast á svæðinu í kring um Geldingadal. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur sent út kærur vegna umhverfisspjalla í kring um gosstöðvarnar í Geldingadal. Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Tvær kærur hafa þegar verið sendar til lögreglu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50
Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31
Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02