Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira