Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2021 12:26 Í heild hafa þrettán greinst með COVID-19 smit í Laugarnesskóla; tólf nemendur og einn kennari. Reykjavíkurborg Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46