Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2021 00:13 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Visir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22