Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:43 Laugalækjarskóli. Skólinn er fyrir 7.-10. bekk í Laugardalnum í Reykjavík en Laugarnesskóli þjónustar 1.-6. bekk. Reykjavíkurborg Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22