Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:43 Laugalækjarskóli. Skólinn er fyrir 7.-10. bekk í Laugardalnum í Reykjavík en Laugarnesskóli þjónustar 1.-6. bekk. Reykjavíkurborg Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels