NBA dagsins: Chris Paul komst í fámennan klúbb með hollí hú sendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Chris Paul fékk flottar móttökur eftir að hann gaf stoðsendingu númer tíu þúsund. AP/Rick Scuteri Chris Paul varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að gefa tíu þúsund stoðsendingar en því náði hann í leik með Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers. „Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021) NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021)
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira