AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 12:15 Álitamál hafa verið um hversu góð vernd bóluefni AstraZeneca veitir eldra fólki. Fyrirtækið segir það hafa reynst eldri aldurshópum vel í rannsókn sem það gerði í Bandaríkjunum. AP/Gregorio Borgia Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13