Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd Heiðar Sumarliðason skrifar 21. mars 2021 14:47 Frances McDormand leikur Fern í Nomadland. Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús. Þar sem ekki hefur verið um auðugan garð að gresja er varðar úrvalið í bíó vegna Covid-19 (The Postcard Killings, einhver?) var ég farinn að hlakka töluvert til að fá að sjá Nomadland á hvíta tjaldinu. Eins og áður segir er lofið sem hún hefur hlotið frá bandarískum gagnrýnendum nær einróma og stendur meðaleinkunn hennar á vefsíðunni Metacritic (sem tekur saman skrif helstu miðla) í 93, sem er með því hærra sem sést. Það stingur því í stúf að meðaleinkunn áhorfenda á Internet Movie Database-síðunni er heilum tveimur lægri og stendur í 7,6. Oftast er því þveröfugt farið enda gera almennir áhorfendur almennt minni kröfur til kvikmynda en gagnrýnendur. Ég hef tekið eftir ákveðnu mynstri þegar einkunn gagnrýnenda er þetta mikið hærri en áhorfenda. Þá kemur á daginn að þær myndir sem lenda í þessu eru oftar en ekki, og ég get eiginlega ekki orðað þetta á neinn annan máta, hrútleiðinlegar. Áhorfendur og gagnrýnendur ekki alltaf sammála Það er jú oft sem almennir áhorfendur bera ekki endilega kennsl á hluti sem kvikmyndarýnar láta fara í taugarnar á sér. Það sem áhorfendur eru hins vegar ávallt góður barómeter á er hvort kvikmyndir dragi þá inn og haldi athygli þeirra. Vegna misræmisins milli einkunna áhorfenda og gagnrýnenda var það mín ágiskun að þannig væri með Nomadland farið, að hún væri of hæg og tíðindalítil fyrir hinn almenna áhorfanda. Ég mætti því ekki í bíóið með sérlega miklar væntingar, sem er reyndar oft góðs viti því þá eru meiri líkur á að maður kunni að meta það sem fyrir augu ber. Ég vonaði samt það best. Það kom á daginn að Nomadland lifði upp í það versta sem ég hafði ímyndað mér. Og það versta sem ég hafði séð fyrir mér var: Fólk að stara út í tómið að hugsa gang lífsins. Sem gerðist full oft í Nomadland, eða a.m.k. fyrir minn smekk. Á stundum hugsaði ég jafnvel með mér: „Hmmm, þetta er nú bara meira eins og skáldsaga en kvikmynd.“ Aðalleikkonan Frances McDormand ræðir við leikstjórann Chloé Zhao. Sem er e.t.v. ekki skrítið, þar sem Nomadland er einmitt byggð á skáldsögu. Eitt af því helsta sem aðskilur skáldsöguformið frá kvikmyndaforminu er að þar er meira unnið með innra tilfinningalíf fólks, þar sem auðvelt er að færa hugsanir í orð. Á sama tíma er kvikmyndin þeim takmörkunum háð að persónurnar þurfa oftast að segja hlutina upphátt svo að við skiljum hvað þær eru að ganga í gegnum og hugsa. Þess vegna er einmitt talað um að aðlaga bækur að kvikmyndaforminu, því þó þessi form virðist á yfirborðinu mjög lík eru þau það alls ekki þegar hólminn er komið. Aðlögunin tekst því miður ekki sérlega vel hér, a.m.k. ef miðað er við hefðbundin kvikmyndaskrif og nokkuð víst er að Aristóteles myndi snúa sér í gröfinni ef hann yrði vitni að þessari tilraun til kvikmyndunar bókarinnar (ekki það að Aristóteles hafi vitað hvað kvikmynd var, en þið skiljið hvert ég er að fara). Þetta er vegna þess að þau grunnatriði vel heppnaðrar sögu, sem hann skrifaði um í kringum 335 fyrir Krist, eiga enn við. Atriði eins og að eitt atvik leiði að öðru í orskasamhengi eru ekki ávallt í hávegum höfð hér. Svo ekki sé talað um grunnatriðið kaþarsis, þar sem vorkunn okkar og ótti gagnvart örlögum aðalpersóna skapa spennu í hugum áhorfenda, sem skolast svo út í lausninni og skapar þá hreinsun óþægilegra tilfinninga sem hugtakið kaþarsis vísar til. Því munu kaþarsis-háðir kvikmyndaáhorfendur fá lítið út úr leiknum, enda myndin svo gott sem búin að lýsa því í yfir að hér hefur lögmálunum verið hent út um gluggann. Andkvikmyndagerð Nomadland er í raun algjör andkvikmynd þegar kemur að framvindu og persónusköpun. Ég er ekki frá því að höfundar hennar séu fyllilega meðvitaðir um það, og sést það best á senu þar sem aðalpersónan finnur hund í taumi. Hún fer með hann á skrifstofu hjólhýsa/húsbýlagarðsins sem hún býr í. Þar er henni sagt að eigandinn sé látinn og konan á skrifstofunni stingur upp á því að hún taki hundinn að sér. Í hefðbundnum kvikmyndum væri hér um að ræða svokallað „Save the cat moment,“ sem er tekið úr samnefndri bók Blakes Snyders um kvikmyndahandritaskrif og vísar í það að til þess að áhorfendum líki við aðalpersónu er oft gott að láta hana t.d. bjarga ketti snemma í sögunni (þetta er náttúrulega metafóra og gæti verið hvaða góðverk sem er). Það sem gerist hins vegar í Nomadland er að aðalpersónan bindur hundinn við borð fyrir utan skrifstofuna og skilur hann eftir. Leikstjórinn lætur svo rammann lifa töluvert lengi til að láta okkur halda að hún muni koma aftur og sækja hundinn. Hins vegar kemur hún ekki aftur. Hér er er leikstjórinn að segja okkur: Hér munið þið ekki fá neitt af því sem þið eruð vön að fá í hefðbundnu Hollywood-bíói, því þarf fyrrnefnt kaþarsis-leysi ekki að koma á óvart. Hvað er svona merkilegt við það? Sjálfur set ég nú spurningarmerki við slíka úrvinnslu. Er eitthvað merkilegt við það að gera kvikmynd sem tekst ekki á við neitt af því sem er erfitt að gera sem höfundur, þ.e.a.s. að fara troðnar slóðir en gera það á nýstárlegan og óvæntan máta? Erum við því virkilega komin á þann stað að kvikmyndagerð á borð við Nomadland er talin dyggð? A.m.k. virðast dómar og fjöldi verðlaunatilnefninga gefa það í skyn. Íslendingar eru ótrúlega íhaldssamir þegar kemur að bíómyndum og miðað við það sem ég heyri út undan mér og las t.d. hjá kvikmyndarýni Morgunblaðsins virðist Nomadland ekki vera að falla jafn vel í kramið hér á landi og hún gerði í Bandaríkjunum. Það hefur e.t.v. eitthvað með einhvern menningarmun að gera, að myndin sé mögulega „of amerísk.“ Nomadland er sem sagt alls ekki kvikmynd sem fellur öllum í geð. Því til sönnunar má hér að neðan hlýða á samtal undirritaðs við kvikmyndarýninn Tómas Valgeirsson og leikarann Braga Árnason um myndina í nýjasta þætti Stjörnubíós. En þar vorum við Tómas ekki sérlega hrifnir, á meðan Bragi var töluvert jákvæðari. Mig grunar einmitt að skiptingin hér á landi sé nokkurn veginn svona, að Nomadland höfði sterkt til að u.þ.b. 1/3 áhorfenda á meðan hinir 2/3 líti töluvert oft á klukkuna. Ég tel þó skyldu allra alvöru kvikmyndaunnenda að sjá myndina og taka sína eigin afstöðu, enda talin líklegust til að hreppa Óskarinn eftirsótta í næsta mánuði. En það segir þó e.t.v. meira um úrvalið þetta árið heldur en gæði myndarinnar sjálfrar að svo sé í pottinn búið. Niðurstaða: Nomadland er ekki fyrir alla, til þess er hún of hæg, framvindan og aðalpersónan of fráhrindandi. Hér er að neðan er hægt að heyra umfjöllun Stjörnubíós um Nomadland. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þar sem ekki hefur verið um auðugan garð að gresja er varðar úrvalið í bíó vegna Covid-19 (The Postcard Killings, einhver?) var ég farinn að hlakka töluvert til að fá að sjá Nomadland á hvíta tjaldinu. Eins og áður segir er lofið sem hún hefur hlotið frá bandarískum gagnrýnendum nær einróma og stendur meðaleinkunn hennar á vefsíðunni Metacritic (sem tekur saman skrif helstu miðla) í 93, sem er með því hærra sem sést. Það stingur því í stúf að meðaleinkunn áhorfenda á Internet Movie Database-síðunni er heilum tveimur lægri og stendur í 7,6. Oftast er því þveröfugt farið enda gera almennir áhorfendur almennt minni kröfur til kvikmynda en gagnrýnendur. Ég hef tekið eftir ákveðnu mynstri þegar einkunn gagnrýnenda er þetta mikið hærri en áhorfenda. Þá kemur á daginn að þær myndir sem lenda í þessu eru oftar en ekki, og ég get eiginlega ekki orðað þetta á neinn annan máta, hrútleiðinlegar. Áhorfendur og gagnrýnendur ekki alltaf sammála Það er jú oft sem almennir áhorfendur bera ekki endilega kennsl á hluti sem kvikmyndarýnar láta fara í taugarnar á sér. Það sem áhorfendur eru hins vegar ávallt góður barómeter á er hvort kvikmyndir dragi þá inn og haldi athygli þeirra. Vegna misræmisins milli einkunna áhorfenda og gagnrýnenda var það mín ágiskun að þannig væri með Nomadland farið, að hún væri of hæg og tíðindalítil fyrir hinn almenna áhorfanda. Ég mætti því ekki í bíóið með sérlega miklar væntingar, sem er reyndar oft góðs viti því þá eru meiri líkur á að maður kunni að meta það sem fyrir augu ber. Ég vonaði samt það best. Það kom á daginn að Nomadland lifði upp í það versta sem ég hafði ímyndað mér. Og það versta sem ég hafði séð fyrir mér var: Fólk að stara út í tómið að hugsa gang lífsins. Sem gerðist full oft í Nomadland, eða a.m.k. fyrir minn smekk. Á stundum hugsaði ég jafnvel með mér: „Hmmm, þetta er nú bara meira eins og skáldsaga en kvikmynd.“ Aðalleikkonan Frances McDormand ræðir við leikstjórann Chloé Zhao. Sem er e.t.v. ekki skrítið, þar sem Nomadland er einmitt byggð á skáldsögu. Eitt af því helsta sem aðskilur skáldsöguformið frá kvikmyndaforminu er að þar er meira unnið með innra tilfinningalíf fólks, þar sem auðvelt er að færa hugsanir í orð. Á sama tíma er kvikmyndin þeim takmörkunum háð að persónurnar þurfa oftast að segja hlutina upphátt svo að við skiljum hvað þær eru að ganga í gegnum og hugsa. Þess vegna er einmitt talað um að aðlaga bækur að kvikmyndaforminu, því þó þessi form virðist á yfirborðinu mjög lík eru þau það alls ekki þegar hólminn er komið. Aðlögunin tekst því miður ekki sérlega vel hér, a.m.k. ef miðað er við hefðbundin kvikmyndaskrif og nokkuð víst er að Aristóteles myndi snúa sér í gröfinni ef hann yrði vitni að þessari tilraun til kvikmyndunar bókarinnar (ekki það að Aristóteles hafi vitað hvað kvikmynd var, en þið skiljið hvert ég er að fara). Þetta er vegna þess að þau grunnatriði vel heppnaðrar sögu, sem hann skrifaði um í kringum 335 fyrir Krist, eiga enn við. Atriði eins og að eitt atvik leiði að öðru í orskasamhengi eru ekki ávallt í hávegum höfð hér. Svo ekki sé talað um grunnatriðið kaþarsis, þar sem vorkunn okkar og ótti gagnvart örlögum aðalpersóna skapa spennu í hugum áhorfenda, sem skolast svo út í lausninni og skapar þá hreinsun óþægilegra tilfinninga sem hugtakið kaþarsis vísar til. Því munu kaþarsis-háðir kvikmyndaáhorfendur fá lítið út úr leiknum, enda myndin svo gott sem búin að lýsa því í yfir að hér hefur lögmálunum verið hent út um gluggann. Andkvikmyndagerð Nomadland er í raun algjör andkvikmynd þegar kemur að framvindu og persónusköpun. Ég er ekki frá því að höfundar hennar séu fyllilega meðvitaðir um það, og sést það best á senu þar sem aðalpersónan finnur hund í taumi. Hún fer með hann á skrifstofu hjólhýsa/húsbýlagarðsins sem hún býr í. Þar er henni sagt að eigandinn sé látinn og konan á skrifstofunni stingur upp á því að hún taki hundinn að sér. Í hefðbundnum kvikmyndum væri hér um að ræða svokallað „Save the cat moment,“ sem er tekið úr samnefndri bók Blakes Snyders um kvikmyndahandritaskrif og vísar í það að til þess að áhorfendum líki við aðalpersónu er oft gott að láta hana t.d. bjarga ketti snemma í sögunni (þetta er náttúrulega metafóra og gæti verið hvaða góðverk sem er). Það sem gerist hins vegar í Nomadland er að aðalpersónan bindur hundinn við borð fyrir utan skrifstofuna og skilur hann eftir. Leikstjórinn lætur svo rammann lifa töluvert lengi til að láta okkur halda að hún muni koma aftur og sækja hundinn. Hins vegar kemur hún ekki aftur. Hér er er leikstjórinn að segja okkur: Hér munið þið ekki fá neitt af því sem þið eruð vön að fá í hefðbundnu Hollywood-bíói, því þarf fyrrnefnt kaþarsis-leysi ekki að koma á óvart. Hvað er svona merkilegt við það? Sjálfur set ég nú spurningarmerki við slíka úrvinnslu. Er eitthvað merkilegt við það að gera kvikmynd sem tekst ekki á við neitt af því sem er erfitt að gera sem höfundur, þ.e.a.s. að fara troðnar slóðir en gera það á nýstárlegan og óvæntan máta? Erum við því virkilega komin á þann stað að kvikmyndagerð á borð við Nomadland er talin dyggð? A.m.k. virðast dómar og fjöldi verðlaunatilnefninga gefa það í skyn. Íslendingar eru ótrúlega íhaldssamir þegar kemur að bíómyndum og miðað við það sem ég heyri út undan mér og las t.d. hjá kvikmyndarýni Morgunblaðsins virðist Nomadland ekki vera að falla jafn vel í kramið hér á landi og hún gerði í Bandaríkjunum. Það hefur e.t.v. eitthvað með einhvern menningarmun að gera, að myndin sé mögulega „of amerísk.“ Nomadland er sem sagt alls ekki kvikmynd sem fellur öllum í geð. Því til sönnunar má hér að neðan hlýða á samtal undirritaðs við kvikmyndarýninn Tómas Valgeirsson og leikarann Braga Árnason um myndina í nýjasta þætti Stjörnubíós. En þar vorum við Tómas ekki sérlega hrifnir, á meðan Bragi var töluvert jákvæðari. Mig grunar einmitt að skiptingin hér á landi sé nokkurn veginn svona, að Nomadland höfði sterkt til að u.þ.b. 1/3 áhorfenda á meðan hinir 2/3 líti töluvert oft á klukkuna. Ég tel þó skyldu allra alvöru kvikmyndaunnenda að sjá myndina og taka sína eigin afstöðu, enda talin líklegust til að hreppa Óskarinn eftirsótta í næsta mánuði. En það segir þó e.t.v. meira um úrvalið þetta árið heldur en gæði myndarinnar sjálfrar að svo sé í pottinn búið. Niðurstaða: Nomadland er ekki fyrir alla, til þess er hún of hæg, framvindan og aðalpersónan of fráhrindandi. Hér er að neðan er hægt að heyra umfjöllun Stjörnubíós um Nomadland.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira