Kristján Már fór yfir eldgos síðustu þriggja áratuga í beinni Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 03:15 „Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal. Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
„Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20