„Hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 09:31 Valsmenn fórnuðu höndum eftir að dæmt var víti á þá í blálokin á leiknum við ÍBV. Stöð 2 Sport „Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson um vítadóminn umdeilda sem leiddi til sigurmarks ÍBV gegn Val í Oís-deild karla í handbolta. ÍBV vann leikinn 29-28 eftir að víti var dæmt á Vigni Stefánsson fyrir brot á Gabríel Martinez Róbertssyni í blálokin. Hákon Daði Styrmisson skoraði úr vítinu. Í Seinni bylgjunni voru menn ekki sammála um hvort dæma hefði átt víti en umræðuna má sjá hér að neðan. Afstaða Ásgeirs var skýr: Klippa: Seinni bylgjan - Vítið sem tryggði ÍBV sigur „Ég veit ekki hvernig hann á að spila vörn ef hann má ekki loka svona. Hann er töluvert fyrir utan. Leikmaðurinn hjá ÍBV sækir snertinguna. Hann vill fá snertinguna – hendir sér hálfgert niður og hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svolítið stórt hliðarskref“ Jóhann Gunnar Einarsson bar í bætifláka fyrir dómara leiksins: „Þetta eru áherslurnar núna. Hornamenn fengu aðeins meira rými í sinn leik,“ sagði Jóhann og bætti við: „Þetta er svolítið stórt hliðarskref, fullstórt því Gabríel er í engu færi, svo hann býður upp á þetta. En þetta er líka spurning um að lesa leikinn. Ef hann hefði bara dæmt línu þá held ég að allir hefðu verið sáttir. En auðvitað dæma dómarar eftir reglunum og Jónas [Elíasson, dómari] mat það þannig að Vignir hefði verið á hreyfingu til að þrengja enn meira færið,“ sagði Jóhann. Hann tók þó undir með Ásgeiri varðandi það að Gabríel hefði „ýkt“ brotið. „Hvað átti Vignir að gera, fara frá?“ spurði Ásgeir. „Hann átti að sleppa þessu hliðarskrefi. Þess vegna er dæmt víti, Ásgeir,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þáttastjórnandi. „Ég er ósammála því. Hann verður að fá séns á að spila vörnina líka. Ég veit alveg að það eru áherslur á að taka á svona en mér finnst þetta bara ekki dæmi um það sem á að taka út úr leiknum,“ sagði Ásgeir. Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
ÍBV vann leikinn 29-28 eftir að víti var dæmt á Vigni Stefánsson fyrir brot á Gabríel Martinez Róbertssyni í blálokin. Hákon Daði Styrmisson skoraði úr vítinu. Í Seinni bylgjunni voru menn ekki sammála um hvort dæma hefði átt víti en umræðuna má sjá hér að neðan. Afstaða Ásgeirs var skýr: Klippa: Seinni bylgjan - Vítið sem tryggði ÍBV sigur „Ég veit ekki hvernig hann á að spila vörn ef hann má ekki loka svona. Hann er töluvert fyrir utan. Leikmaðurinn hjá ÍBV sækir snertinguna. Hann vill fá snertinguna – hendir sér hálfgert niður og hendir bara gildru fyrir dómarann sem kokgleypir og dæmir víti,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svolítið stórt hliðarskref“ Jóhann Gunnar Einarsson bar í bætifláka fyrir dómara leiksins: „Þetta eru áherslurnar núna. Hornamenn fengu aðeins meira rými í sinn leik,“ sagði Jóhann og bætti við: „Þetta er svolítið stórt hliðarskref, fullstórt því Gabríel er í engu færi, svo hann býður upp á þetta. En þetta er líka spurning um að lesa leikinn. Ef hann hefði bara dæmt línu þá held ég að allir hefðu verið sáttir. En auðvitað dæma dómarar eftir reglunum og Jónas [Elíasson, dómari] mat það þannig að Vignir hefði verið á hreyfingu til að þrengja enn meira færið,“ sagði Jóhann. Hann tók þó undir með Ásgeiri varðandi það að Gabríel hefði „ýkt“ brotið. „Hvað átti Vignir að gera, fara frá?“ spurði Ásgeir. „Hann átti að sleppa þessu hliðarskrefi. Þess vegna er dæmt víti, Ásgeir,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þáttastjórnandi. „Ég er ósammála því. Hann verður að fá séns á að spila vörnina líka. Ég veit alveg að það eru áherslur á að taka á svona en mér finnst þetta bara ekki dæmi um það sem á að taka út úr leiknum,“ sagði Ásgeir.
Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira