Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR Runólfur Trausti Þórhallsson og Gunnar Gunnarsson skrifa 19. mars 2021 07:00 Viðar Örn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Anton Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00
Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01