Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR Runólfur Trausti Þórhallsson og Gunnar Gunnarsson skrifa 19. mars 2021 07:00 Viðar Örn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Anton Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00
Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01