Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR Runólfur Trausti Þórhallsson og Gunnar Gunnarsson skrifa 19. mars 2021 07:00 Viðar Örn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Anton Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00
Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01