Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 15:57 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17