Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:09 Togarar í höfn. Fiskveiðar við Ísland fara að miklu leyti fram með botnvörpu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt. Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt.
Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira