Hópur Evrópuríkja, þar á meðal Ísland, stöðvaði notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku vegna tilkynninga um að fólk sem fékk blóðtappa eftir að það fékk efnið. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi. Lyfjastofnun Evrópu ætlar að gefa út leiðbeiningar um notkun bóluefnisins í dag.
Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði í dag að ekki lægi fyrir hvort að bóluefnið hefði eitthvað með tilfelli blóðtappa að gera eða hvort að um tilviljun væri að ræða.
„Á þessari stundu er ávinningurinn af bóluefni AstraZeneca miklu meiri en áhættan við það og það ætti að halda áfram að nota það til að bjarga lífum,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Kluge.
AstraZeneca hefur sagt að tíðni blóðtappa hafi ekki aukist hjá þeim fleiri en sautján milljónum manna sem hafa fengið bóluefnið í löndum Evrópusambandsins og í Bretlandi.