Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 09:33 Deb Haaland, nýr innanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Watson Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira