Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 09:27 Jeanine Áñez þegar hún var flutt í kvennafangelsi í La Paz. Hún er í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn á því hvort hún hafi átt þátt í valdaráni stendur yfir. Vísir/EPA Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek. Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek.
Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19