„Var ekki að hugsa þetta út frá útliti heldur að koma heilsunni í lag“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. mars 2021 11:44 Auður Ýr segir frá baráttu sinni við heilsubresti vegna ofáts í viðtali við Ísland í dag. „Þegar maður fer á þennan botn þá langar manni að gera eitthvað. Ekki af því að mig langaði til að vera flott í einhverjum kjól. Þetta var ekki það. Mig langaði að hafa orku fyrir börnin mín og vera fyrirmynd fyrir þau,“ segir Auður Ýr í viðtali við Ísland í dag. Auður vakti mikla athygli fyrir samsetta mynd sem hún birti á Facebook á dögunum þar sem hún er á nærfötum einum klæða. Myndirnar sýna Auði fyrir og eftir fimmtíu kílóa missi. „Ég var 27 ára og orðin 124 kíló en ég er 157.5 sentimetrar á hæð. Ég er ekki að horfa á einhverja BMI tölu en heilsan mín var komin í rugl.“ Auður segir að hún hafi birt myndirnar vegna þess að samfélagsmiðlar sýni oftar en ekki óraunhæfar myndir. Hún vilji því sjálf vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir börnin sín. Auður er fjögurra barna móðir og á hún tvær stelpur og tvo stráka úr fyrri samböndum. Ekki alls fyrir löngu kom Auður út úr skápnum og býr í dag með kærustu sinni og börnum þeirra beggja í Kópavogi. Ég byrjaði að bæta á mig snemma. Var alltaf þykkur krakki og það hafði mikil áhrif á mig. Ung segist hún hafa elskað fimleika og dans en hafi fljótt fundið fyrir því að passa ekki alveg inn. Sem dæmi hafi henni hafi verið bent á það að hún þyrfti að fara að borða hollari mat og einnig hafi hún aldrei fengið að vera fremst. „Ég átti erfitt með þetta, leið ekki vel og flosnaði upp úr þessu.“ Ég borðaði tilfinningar mínar Auður segist hafa verið erfiður unglingur þó svo að hún hafi aldrei verið í neinu rugli. Hún þakkar foreldrum sínum það enda hafi þau veitt henni mikinn stuðning. Skólagangan gekk brösuglega og líðan hennar var ekki góð. „Ég leitaði alltaf huggunar í mat, helst í óhollan mat.“ Eftir að hún byrjaði að eignast börn segist Auður hafa verið komin á betri stað í lífinu en þó hafi hún alltaf leitað í mat þegar henni leið illa. „Ég byrjaði að bæta og bæta á mig og var alltaf í þessari týpísku megrun. Alltaf að svelta mig og fór á hinn og þennan kúrinn. Svo þegar ég varð eldri þá þróaði ég með mér svokallað binge eating.“ Ég borðaði tilfinningarnar mínar. Sumir drekka, sumir gera eitthvað annað. En ég borðaði þegar mér leið illa. Þarna segist Auður hafa verið komin í ákveðið mynstur sem hún hafi ekki ráðið við. „Ég sat einn daginn uppi í sófa með skurðarbretti fyrir framan mig, hálft brauð og Nutella. Ég hugsaði, okey hvað er ég að gera? Ég hugsaði um litlu stelpurnar mínar og drenginn minn og ég gat ekki talið mig góða fyrirmynd fyrir þau. Það sem ég var að setja ofan í mig. Ég reykti líka mikið og fór oft á djammið.“ Langaði að hafa orku fyrir börnin Heilsan var á þessum tíma orðin mjög slæm og segir Auður blóðþrýstinginn hafa verið orðinn háan og sykurinn í blóðinu sömuleiðis. „Ég vildi ekki að þau myndu sjá mömmu sína svona. Ég átti erfitt með að klæða mig í sokka og nennti ekki að fara út að leika við þau.“ Orkan hennar var lítil sem engin og segist hún hafa hugsað að þetta líf væri ekkert líf hvorki fyrir hana né fjölskyldu hennar. Ef ég geri ekki eitthvað, hvar enda ég? Auður greindist árið 2013 með psoriasis liðagigt sem var orðin mjög slæm. Hún var á líftæknilyfjum og segir hún að á þessum tímapunkti hafi hún náð ákveðnum botni. Þegar maður fer á þennan botn þá langar manni að gera eitthvað. Ekki af því að mig langaði til að vera flott í einhverjum kjól. Þetta var ekki það. Mig langaði að hafa orku fyrir börnin mín og vera fyrirmynd fyrir þau. Mig langaði bara að vera heilsuhraust. Hún segist hafa fundið það að hún væri að stofna lífi sínu í hættu og að hún gæti ekki hugsað til þess að börnin hennar yrðu móðurlaus svona ung. Árið 2013 fór Auður í magabandsaðgerð og var með það í þrjú ár en lét svo fjarlæga það því það hentaði henni ekki. Hún ákvað þá að rétta leiðin væri sú að gera þetta án allra aðgerða. Toppstykkið þarf að vera í lagi „Það fyrsta sem ég gerði var að taka hausinn í gegn. Það var ekki að ég fór í ræktina fjórum sinnum í viku og borðaði spínat og egg. Ég leitaði mér faglegrar hjálpar andlega og fékk aðstoð við það.“ Þetta toppstykki þarf að vera í lagi svo að maður geti gert allt hitt. Þá byrjaði boltinn að rúlla. Um leið og ég var tilbúin. Ég var ekki að hugsa þetta út frá útliti heldur að koma heilsunni í lag. Á næstum tveimur árum missti Auður 45 kíló og vel að merkja án þess að ræktin kæmi þar við sögu. Hún segist aldrei banna sér neitt sem henni finnist gott. Hún fær sér bara aðeins minna af öllu. „Ef mig langar í ís, þá fæ ég mér ís. Ef mig langar í hvítvín þá fæ ég mér hvítvín. Það sem ég held að ég hafi lært mest af þessu er að banna mér ekki neitt. Um leið og ég banna mér eitthvað þá langar mig enn meira í það.“ Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Auður vakti mikla athygli fyrir samsetta mynd sem hún birti á Facebook á dögunum þar sem hún er á nærfötum einum klæða. Myndirnar sýna Auði fyrir og eftir fimmtíu kílóa missi. „Ég var 27 ára og orðin 124 kíló en ég er 157.5 sentimetrar á hæð. Ég er ekki að horfa á einhverja BMI tölu en heilsan mín var komin í rugl.“ Auður segir að hún hafi birt myndirnar vegna þess að samfélagsmiðlar sýni oftar en ekki óraunhæfar myndir. Hún vilji því sjálf vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir börnin sín. Auður er fjögurra barna móðir og á hún tvær stelpur og tvo stráka úr fyrri samböndum. Ekki alls fyrir löngu kom Auður út úr skápnum og býr í dag með kærustu sinni og börnum þeirra beggja í Kópavogi. Ég byrjaði að bæta á mig snemma. Var alltaf þykkur krakki og það hafði mikil áhrif á mig. Ung segist hún hafa elskað fimleika og dans en hafi fljótt fundið fyrir því að passa ekki alveg inn. Sem dæmi hafi henni hafi verið bent á það að hún þyrfti að fara að borða hollari mat og einnig hafi hún aldrei fengið að vera fremst. „Ég átti erfitt með þetta, leið ekki vel og flosnaði upp úr þessu.“ Ég borðaði tilfinningar mínar Auður segist hafa verið erfiður unglingur þó svo að hún hafi aldrei verið í neinu rugli. Hún þakkar foreldrum sínum það enda hafi þau veitt henni mikinn stuðning. Skólagangan gekk brösuglega og líðan hennar var ekki góð. „Ég leitaði alltaf huggunar í mat, helst í óhollan mat.“ Eftir að hún byrjaði að eignast börn segist Auður hafa verið komin á betri stað í lífinu en þó hafi hún alltaf leitað í mat þegar henni leið illa. „Ég byrjaði að bæta og bæta á mig og var alltaf í þessari týpísku megrun. Alltaf að svelta mig og fór á hinn og þennan kúrinn. Svo þegar ég varð eldri þá þróaði ég með mér svokallað binge eating.“ Ég borðaði tilfinningarnar mínar. Sumir drekka, sumir gera eitthvað annað. En ég borðaði þegar mér leið illa. Þarna segist Auður hafa verið komin í ákveðið mynstur sem hún hafi ekki ráðið við. „Ég sat einn daginn uppi í sófa með skurðarbretti fyrir framan mig, hálft brauð og Nutella. Ég hugsaði, okey hvað er ég að gera? Ég hugsaði um litlu stelpurnar mínar og drenginn minn og ég gat ekki talið mig góða fyrirmynd fyrir þau. Það sem ég var að setja ofan í mig. Ég reykti líka mikið og fór oft á djammið.“ Langaði að hafa orku fyrir börnin Heilsan var á þessum tíma orðin mjög slæm og segir Auður blóðþrýstinginn hafa verið orðinn háan og sykurinn í blóðinu sömuleiðis. „Ég vildi ekki að þau myndu sjá mömmu sína svona. Ég átti erfitt með að klæða mig í sokka og nennti ekki að fara út að leika við þau.“ Orkan hennar var lítil sem engin og segist hún hafa hugsað að þetta líf væri ekkert líf hvorki fyrir hana né fjölskyldu hennar. Ef ég geri ekki eitthvað, hvar enda ég? Auður greindist árið 2013 með psoriasis liðagigt sem var orðin mjög slæm. Hún var á líftæknilyfjum og segir hún að á þessum tímapunkti hafi hún náð ákveðnum botni. Þegar maður fer á þennan botn þá langar manni að gera eitthvað. Ekki af því að mig langaði til að vera flott í einhverjum kjól. Þetta var ekki það. Mig langaði að hafa orku fyrir börnin mín og vera fyrirmynd fyrir þau. Mig langaði bara að vera heilsuhraust. Hún segist hafa fundið það að hún væri að stofna lífi sínu í hættu og að hún gæti ekki hugsað til þess að börnin hennar yrðu móðurlaus svona ung. Árið 2013 fór Auður í magabandsaðgerð og var með það í þrjú ár en lét svo fjarlæga það því það hentaði henni ekki. Hún ákvað þá að rétta leiðin væri sú að gera þetta án allra aðgerða. Toppstykkið þarf að vera í lagi „Það fyrsta sem ég gerði var að taka hausinn í gegn. Það var ekki að ég fór í ræktina fjórum sinnum í viku og borðaði spínat og egg. Ég leitaði mér faglegrar hjálpar andlega og fékk aðstoð við það.“ Þetta toppstykki þarf að vera í lagi svo að maður geti gert allt hitt. Þá byrjaði boltinn að rúlla. Um leið og ég var tilbúin. Ég var ekki að hugsa þetta út frá útliti heldur að koma heilsunni í lag. Á næstum tveimur árum missti Auður 45 kíló og vel að merkja án þess að ræktin kæmi þar við sögu. Hún segist aldrei banna sér neitt sem henni finnist gott. Hún fær sér bara aðeins minna af öllu. „Ef mig langar í ís, þá fæ ég mér ís. Ef mig langar í hvítvín þá fæ ég mér hvítvín. Það sem ég held að ég hafi lært mest af þessu er að banna mér ekki neitt. Um leið og ég banna mér eitthvað þá langar mig enn meira í það.“ Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira