Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2021 19:30 Takmarkanir hafa aldrei verið harðari í Osló. EPA/Manuel Lorenzo Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira