Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 17:08 Frá uppsetningu leikhússins. Aðsend Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara. Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara.
Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira