Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2021 23:51 Notendaskilmálar Netflix segja til um að ekki megi deila lykilorðum með aðilum utan heimilis manns. Getty/Jaap Arriens Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum. Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum.
Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira