Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2021 23:51 Notendaskilmálar Netflix segja til um að ekki megi deila lykilorðum með aðilum utan heimilis manns. Getty/Jaap Arriens Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum. Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum.
Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira