Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 23:28 Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur Valsmanna í sigrinum á KR-ingum með tólf stig. vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn