Draga ekkert undan en ljúga helling Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Björg, Salka og Selma saman á sviðinu. Gaflaraleikhúsið setur á svið sýningu með þeim Sölku Sól Eyfeld, Selmu Björnsdóttur og Björk Jakobsdóttur sem leiða nú saman hryssur sínar í fyrsta sinn. Sýningin heitir Bíddu bara. Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu. Menning Hafnarfjörður Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu.
Menning Hafnarfjörður Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira