Valsmenn hafa ekki unnið KR-inga á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 14:30 KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson og KR-goðsögnin Jón Arnór Stefánsson í fyrri leik liðanna en Jón Arnór ákvað að spila með Val í vetur. Vísir/Vilhelm KR tekur á móti Val í stórleik kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta en í liði gestanna úr Val eru margir leikmenn sem hafa unnið marga titla með KR-liðinu á síðustu árum. KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira