Valsmenn hafa ekki unnið KR-inga á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 14:30 KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson og KR-goðsögnin Jón Arnór Stefánsson í fyrri leik liðanna en Jón Arnór ákvað að spila með Val í vetur. Vísir/Vilhelm KR tekur á móti Val í stórleik kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta en í liði gestanna úr Val eru margir leikmenn sem hafa unnið marga titla með KR-liðinu á síðustu árum. KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira