Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 11:44 18.547 einstaklingar hafa ýmist lokið eða hafið bólusetningu hér á landi með bóluefni Pfizer og BioNTech. EPA Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32