Jói birtir myndir af verkunum á Instagram-síðu sinni í kvöld með þekktustu skilaboðum þríeykisins: „Við erum öll almannavarnir“.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jói málar þekkta leikmenn kórónuveirufaraldursins. Áður hafði hann málað mynd af Kára Stefánssyni og sagði þá í samtali við Vísi að myndin hefði vakið mikla lukku. Hún væri jafnframt dýrasta mynd sem hann hefði selt til þessa.
Jói sýnir reglulega frá verkum sýnum á Instagram-síðu sinni Jói Fel Art.
„Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk,“ sagði Jói um myndlistina þegar blaðamaður ræddi við hann í síðasta mánuði.
„Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn.“