Menn taldir hafa eyðilagt eða eytt stærstum hluta regnskóganna Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 11:15 Á Indónesíu hefur mikið skóglendi verið rutt til að rýma til fyrir ræktun fyrir pálmaolíu. Myndin er frá Aceh-héraði. Vísir/EPA Um tveir þriðju hlutar regnskóga jarðarinnar hafa verið eyðilagðir eða eyddir vegna athafna manna. Meira en helmingurinn skógareyðingarinnar frá árinu 2002 hefur átt sér stað í Amasonfrumskóginum og öðrum regnskógum í nágrenni hans í Suður-Ameríku. Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira