Vill snúa aftur á K2 í sumar til að aðstoða við leit Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:34 Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna segir fáa fjallgöngumenn standast áskorunina sem K2 er. Allir viti þó að förin er ekki hættulaus. Mynd/Aðsend Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans. John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18