Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 18:06 Trump nýtur enn mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Honum líkar þó ekki að nafn sitt sé notað í fjáröflun fyrir flokkinn. Getty/Bloomberg Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19