Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 12:59 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig hægt væri að senda jarðvegssýnin frá Mars. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan. Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan.
Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00