Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2021 14:07 Alexander Gauland, annar leiðtoga AfD á þýska þinginu. Getty Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira