Fór fertug í glasafrjóvgun og valdi þann sem kom henni til að hlæja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Ísgerður er fertug og er ólétt af sínu fyrsta barni. Ísgerður Gunnarsdóttir er lærð leikkona frá London og komið víða við. Hún hefur aðallega unnið með börnum og var til að mynda í Krakkafréttum, Stundinni okkar og fleira. Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira