„Erfitt að breyta til á miðri leið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 23:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson veltu vöngum yfir leikjaálaginu í Olís-deild karla, þar sem þeir hafa báðir þjálfað. stöð 2 sport „Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn