„Erfitt að breyta til á miðri leið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 23:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson veltu vöngum yfir leikjaálaginu í Olís-deild karla, þar sem þeir hafa báðir þjálfað. stöð 2 sport „Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira