„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 10:31 Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar í sigri Valsmanna á FH. Vísir/Vilhelm Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik