Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2021 11:09 Þessi mynd var tekin af sprungunni í norðanverðri Brunt-íshellunni úr flugvél í janúar. BAS/AP Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta. Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta.
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00